Aðalfundur 2023

In Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Aðalfundur UAK var haldinn 17. maí í sal Akademias. Lísa Rán Arnórsdóttir, fráfarandi formaður fór yfir starfsárið en stjórn UAK 2022-2023 stóð fyrir 17 viðburðum ásamt því að halda úti sam­starfi við Opna há­skól­ann í Reykja­vik, KVAN, Aka­dem­i­as og Dale Car­negie.

Lísa Rán, formaður UAK 2022-2023 / Myndir Gunnhildur Lind Hansdóttir

Guðrún Valdís Jónsdóttir fór yfir ársreikning félagsins og var hann lagður til samþykktar á fundinum.

Hugrún Elvarsdóttir kynnti örnámskeið fyrir félagskonur sem mun fara af stað á næstu vikum en um er að ræða samstarfsverkefni á milli UAK og Akademias, svokallaður örsprettur með yfirheitið Leiðtogi í eigin lífi.

Kristín Soffía Jónsdóttir, Leitari mætti á fundinn og sagði frá sér og sinni vegferð að þeim stað sem hún er á í dag en hún starfar í dag sem Leitari hjá Leitar Capital Partners.

Kristín Soffía Jónsdóttir

Að lokum var komið að framboðsræðum frá þeim sem buðu sig fram í stjórn UAK 2023-2024. Þær sem hlutu kjör eru: Bryn­dís Rún Bald­urs­dótt­ir, Kamilla Tryggva­dótt­ir, Sól­ey Björg Jó­hanns­dótt­ir og Ólöf Kristrún Pét­urs­dótt­ir Blön­dal. Frá fyrra starfs­ári sitja áfram þær Aðal­heiður Júlí­rós Óskars­dótt­ir, Hug­rún Elvars­dótt­ir og María Krist­ín Guðjóns­dótt­ir.

Þær tvær kon­ur sem fengu næst­flest at­kvæði í kosn­ing­um til stjórn­ar verða því vara­menn til eins árs. Það eru þær Gunn­laug Helga Ásgeirs­dótt­ir og Sig­ríður Borg­hild­ur Jóns­dótt­ir.

Stjórn UAK 2023-2024

María Krist­ín Guðjónsdóttir var kjör­in formaður fé­lags­ins fyr­ir starfs­árið 2023-2024 en hún sat í stjórn UAK 2022-2023.

Lísa Rán formaður 2022-2023 og María Kristín formaður 2023-2024