Aðalfundur 2024

In Almennt, Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Aðalfudur var haldinn 28. maí sl. í húsi Samtaka atvinnulífsins. Á fundinum var farið yfir starfsemi og rekstur á liðnu starfsári sem var heldur betur viðburðaríkt með 16 viðburði. Viðfangsefnin voru fjölbreytt en fyrir utan hefðbundna viðburði eins og opnunarviðburði, fyrirtækjaheimasóknir og tengslakvöld má segja að megin þema ársins hafi verið fjárhagslegt sjálfstæði kvenna, kvenheilsa og kynbundið ofbeldi.

Einnig var farið yfir ársreikning félagsins fyrir liðið starfsár og hann borinn upp til samþykktar. Fjölmörg fyrirtæki styrktu félagið á árinu, má meðal annars nefna Arion banka, Sjóvá, Hagar, Festi, Ölgerðin, Nasdaq, Landsvirkjun, Deloitte, Rio Tinto og Innes ásamt fjölda annarra fyrirtækja og er stjórn UAK þakklát fyrir styrkinn.

María Kristín, fráfarandi formaður var með fundastjórn

Að lokum var komið að kosningu til stjórnar og formanns. Þrjár stjórnarkonur, Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, Hugrún Elvarsdóttir og María Kristín Guðjónsdóttir luku tveggja ára stjórnarsetu og voru því þrjú stjórnarsæti laus fyrir 2024-2026. Einnig luku Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir og Sigríður Borghildur Jónsdóttir árs setu sem varamenn.

Alma Stefánsdóttir
Athena Neve Leex
Birta María Birnisdóttir
Elín Halla Kjartansdóttir
Embla Líf Hallsdóttir
Melkorka Mist Gunnarsdóttir
Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal, núverandi stjórnarkona bauð sig fram sem formaður
Ragnhildur Auður Mýrdal Ragnheiðardóttir
Thelma Lind Valtýsdóttir
Þorbirna Mýrdal

Alls bárust tíu löggild framboð til stjórnar en það voru þær Athena Neve Leex, Birta María Birnisdóttir og Melkorka Mist Gunnarsdóttir sem hlutu flest atkvæði. Alma Stefánsdóttir og Thelma Lind Valtýrsdóttir hlutu flest atkvæði á eftir þeim og munu sitja sem varamenn til eins árs. Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal var kjörin formaður fyrir starfsárið 2024-2025.

Ný kjörin stjórn fyrir 2024-2025
Stjórn 2023-2024 og 2024-2025

Hér má einnig sjá umfjöllun Viðskiptablaðsins um viðburðinn.