Ágreiningsstjórnun: Góð samskipti í lykilhlutverki

In Fréttir by Árný Lára Sigurðardóttir

Þriðjudaginn 19. október stóð UAK að vinnustofu í ágreiningsstjórnun fyrir félagskonur. Yfirskrift viðburðarins var ,,Hvernig tæklum við erfiðum samtölin”. Lilja Bjarnadóttir, stofnandi Sáttaleiðarinnar leiddi vinnustofuna og fræddi félagskonur um þau tæki og tól sem hægt er að nota í erfiðum samtölum og ágreiningsmálum og hvernig hægt er að fyrirbyggja frekari ágreining.

Þátttakendur tóku virkan þátt í að tækla verkefni bæði með dæmi úr einkalífi og frá vinnustöðum. Lögð var sérstök áhersla á fyrirbyggjandi þekkingu, viðhorfsbreytingu til ágreiningsmála og hvernig snúa má þeim upp í tækifæri til þess að þróa samskipti áfram. Ólík sjónarmið geta verið til þess góða og gullni meðalvegurinn getur gefið verkefni nýtt ljós. Því meiri vinna sem lögð er í góð samskipti því meiri áhrif höfum við á útkomuna.

Góð samskipti eru einn af lykilþáttum vel unninna verka. Við erum afar stoltar af því að geta boðið okkar félagskonum upp á frábær tækifæri og hlökkum til að sjá og heyra hvert það leiðir þær.