BIOEFFECT framtíðarinnar

In Fréttir by Árný Lára Sigurðardóttir

Fyrirtækjaheimsókn UAK var gott framhald af ráðstefnu félagsins sem gerði marsmánuð enn eftirminnilegri. Að þessu sinni var ferðinni heitið í höfuðstöðvar BIOEFFECT í Víkurhvarfi.

BIOEFFECT hefur á síðustu árum notið sívaxandi vinsælda bæði hérlendis sem og út um allan heim fyrir mikil gæði og framsýna hugsun. Móttökurnar voru einstakar og var það bæði fróðlegt og skemmtilegt að heyra frá konum hvaðan að úr fyrirtækinu lýsa framleiðslu og spennandi framgangi fyrirtækisins. Heimur BIOEFFECT er óneitanlega áhugaverður vettvangur og fjölbreytileg starfstækifæri innan þess vöktu áhuga meðal félagskvenna. Það er okkur mikill fengur að fá að koma og hlusta á frásagnir sérfræðinga sem vinna að heilum hug að sameiginlegum markmiðum fyrirtækisins.

Fyrirtækjaheimsóknin var vel sótt og einstaklega vel heppnuð en eigum við það frábæru starfsfólks BIOEFFECT að þakka. Mikil ánægja meðal okkar félagskvenna sýnir einlægan áhuga á íslenskri framleiðslu, þekkingu og þróun.