Dagskrá fram að áramótum

In Fréttir by Sigyn

Það verður nóg um að vera hjá Ungum athafnakonum fram að áramótum. Dagskráin er fjölbreytt og meðal annars bjóðum við upp á námskeið í streitustjórnun nk. þriðjudag. Skráning á viðburðinn fer vel af stað og við hvetjum allar til að skrá sig sem fyrst þar sem takmarkaður fjöldi sæta er í boði.

17. okt – Námskeið í streitustjórnun

9. nóv – Fyrirtækjaheimsókn: Viðskiptaráð

28. nóv – Örfyrirlestrakvöld um starfsþróun

7. des – Fyrirtækjaheimsókn: Wow air

13. des – Bíókvöld: Hvað er svona merkilegt við það?

Hlökkum til að sjá ykkur allar!