Ekki fara í skattaköttinn

In Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Í tilefni af því að skattframtalið opni 1. mars stóð UAK fyrir vinnustofunni Ekki fara í skattaköttinn með Söru Baxter frá LOGN bókhald þann 26. febrúar sl. Sífellt fleiri kjósa að starfa sem verktakar eða svokallaðir giggarar og er því rík ástæða til að bjóða upp á vettvang þar sem farið er yfir skattframtalið.

Góð aðsókn var á viðburðinn og fylltu félagskonur salinn í Húsi atvinnulífsins. Sara kom með mörg góð ráð svo sem hvernig hægt er að óska eftir því að gert sé upp 1. júní, hvernig einstæðir foreldrar geta sótt sín réttindi, hvernig villuprófun virkar og muninn á milli ábendingu og villu. Einnig fór hún yfir staðgreiðsluskránna og persónuafsláttinn en mikilvægt er að öll skjöl og allar tölur tali vel saman.

Sara Baxter hjá LOGN bókhald

Það er ýmislegt sem verktakar þurfa að hafa í huga og fór hún vel yfir þann lið ásamt því hvernig eigi að telja fram fjármagnstekjur og hlutabréf.

Að lokum fór hún almennt yfir launaseðsla og hverju þarf að huga að þar. Launarekendur geta gert mistök eins og allir aðrir og er því mikilvægt að fylgjast með launaseðlinum sínum.

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, stjórnarkona UAK opnaði vinnustofuna og sá um fundastjórn.

Veitingar voru í boði Omnom , Önnu Mörtu sem er með Hring náttúrusúkkulaði og drykkir frá CCEP. Stjórn UAK þakkar kærlega fyrir styrkinn ásamt því að þakka Söru fyrir góða yfirferð á skattframtalinu og fjármálum almennt.