9. febrúar fór fram vinnustofa í samningatækni sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Joana Matos, ráðgjafa í samningatækni. Vinnustofan fór að þessu sinni fram á ensku undir heitinu „Emotions in Negotiatons: Friend or foe?“.
Vinnustofan hófst á stuttri hugvekju frá Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkonu Eyri Ventures og í stjórn viðskiptaráðs Íslands, þar sem hún veitti innsýn úr atvinnulífinu um aðstæður þar sem góð samningatækni hefur nýst henni í starfi. Í framhaldinu leiddi Joanna félagskonur um víðan völl þar sem áhersla var lögð á að greina og þekkja hvernig mismunandi tilfinningar geta haft áhrif á frammistöðu og útkomu við samningaviðræðum. Einnig var farið yfir hvernig nýta má tilfinningar sem aðferð til áhrifa- og árangursríkra viðræðna. Í bland við fræðsluerindi voru tekin fyrir lýsandi dæmi úr aðstæður í daglegu lífi félagskvenna.
Að lokinni vinnustofu var gefinn tíma og rými til að ræða saman um persónulega reynslu og hinar ýmsu vangaveltur tengdar viðfangsefninu. Afar vel var mætt og ríkti mikil ánægja meðal félagskvenna með vinnustofuna sem gengu út fullar af eldmóði til að takast á við nýjar áskoranir í því faglega sem og persónulega.