Enn tekið harðar á konum en körlum

In Fréttir, UAK-dagurinn by Fréttaritari UAK dagurinn 2018

„Ég stóð alltaf í þeirri trú að við værum komin svo langt í jafnréttisbaráttu og mestu vonbrigði mín í lífninu var að standa í þeirri trú að við værum komin lengra en við erum í raun og veru,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingkona og borgarstjóri, í umræðum um áhrifamiklar konur á UAK deginum. „Það eru mestu mistök míns em konu í stjórnmálum að halda að þetta væri bara alveg að koma.“

Steinunn vakti í vetur athygli þegar hún ræddi hvernig það var þegar hópar fólks söfnuðust fyrir utan heimili hennar um margra daga skeið eftir hrun til að mótmæla styrkjum sem hún hafði þegið í prófkjöri árið 2007. Mótmælin beindust fyrst og fremst að henni en ekki körlum sem höfðu einnig þegið styrki. Hún var tekin fyrir af því að hún var kona.

Það kom henni á óvart hvað konur voru tilbúnar að dæma hana hart, og harðar en karlana. „Við dæmum hvor aðra svo miklu harðar en strákarnir,“ sagði hún. „Kona sem tekur þátt í leiknum á þeim forsendum og eftir þeim leigreglum sem þar eru settar eru dæmdar miklu harðar.“

Lærði snemma að það væri ekki jafnrétti

Rannveig Rist, forstjóri Alcan í Straumsvík, tók einnig þátt í umræðunum. „MeToo byltingin er okkur öllum svo mikilvægt að það er anuðsynlegt að við stöndum fram og segjum okkar sögu,“ sagði hún. „Ég lærði mjög snemma að það er ekki jafnfrétti og það er eitt það besta veganesti sem ég fór með út á vinnumarkaðinn.“

Hún sagðist hafa gert sér grein fyrir því að hún hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum heldur ánægð með það sem gekk upp. Fyrir vikið varð hún jákvæðari þegar hún kom út á vinnumarkaðinn vegna þess sem gekk upp.

Rannveig lýsti því hvernig það hafi þurft nokkurra mánaða aðlögunartíma fyrir starfsmenn verksmiðjunnar að venjast tilhugsuninni um að kona væri að verða forstjóri. Hún var fyrsta konan til að taka við forstjórastöðu í stóru fyrirtæki. Rannveig minnti á það að það hafi ekki verið íslenskir stjórnendur sem ákváðu það heldur hafi ákvörðunin verið tekin í Sviss.

Enn að gerast í dag

Steinunn Valdís sagði að það væru ekki lengra síðan en árið 2010 að umsátur var fyrir utan heimili sitt. Og að enn í dag væru konur, sem þó hafa brotist í gegnum glerþakið, sem enn væru settar niður bara fyrir það að vera konur. Tók hún dæmi af Katrínu Olgu Jóhannesdóttur sem var felld í stjórnarkjöri Icelandair Group vegna óánægju hluthafa með að hún hafi selt hluti sína í fyrirtækinu árið 2016 – fyrir tveimur árum.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna og fyrrverandi forstöðumaður Siðfræðistofnunar, sagði það hvernig konur lentu í hakkavélinni væri einfaldlega einelti.

„Þetta er gróft einelti og því miður sjáum við það aftur og aftur við mismunandi aðstæður,“ segir Salvör um þá hlest sem stundum „þessar frásagnir eru aftur komnar upp á yfirborðið og við getum núna talað um þetta, það var ekki hægt að tala um þetta. Það var bara beðið eftir því að þetta gengi yfir frekar en að bregðast við.“

„Hér erum við sem samfélag og verðum að vera vakandi fyrir þessu,“ segir hún. „Við verðum að bakka hvora aðra upp. Það vantar oft á samstöðu kvenna.“