Eva Dröfn gengur til liðs við UAK

In Fréttir by Árný Lára Sigurðardóttir

Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri UAK. Frá stofnun félagsins hefur allt utanumhald og skipulag verið í höndum stjórnar sem hefur sinnt starfinu í sjálfboðaliðavinnu. Vegna aukinna umsvifa, ekki síst vegna þátttöku UAK í Global Goals World Cup þótti efni til þess að bæta við okkur.

Eva Dröfn er með BSc í PPLE, þverfagleg heiðursgráða í stjórnmálafræði, sálfræði, lögfræði og hagfræði, viðbótarnám í kynjafræði og LL.M. gráðu í alþjóðarétti frá Háskólanum í Amsterdam. Eva Dröfn hefur meðal annars sinnt rannsóknarstörfum fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar ásamt því að hafa unnið markvisst að mannréttindum og kynjajafnrétti á hinum ýmsu sviðum.

UAK bíður Evu Dröfn hjartanlega velkomna í hópinn og erum við ákaflega ánægðar að fá að njóta starfskrafta hennar á þeirri vegferð sem félagið er á.