Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri UAK. Frá stofnun félagsins hefur allt utanumhald og skipulag verið í höndum stjórnar sem hefur sinnt starfinu í sjálfboðaliðavinnu. Vegna aukinna umsvifa, ekki síst vegna þátttöku UAK í Global Goals World Cup þótti efni til þess að bæta við okkur.
Eva Dröfn er með BSc í PPLE, þverfagleg heiðursgráða í stjórnmálafræði, sálfræði, lögfræði og hagfræði, viðbótarnám í kynjafræði og LL.M. gráðu í alþjóðarétti frá Háskólanum í Amsterdam. Eva Dröfn hefur meðal annars sinnt rannsóknarstörfum fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar ásamt því að hafa unnið markvisst að mannréttindum og kynjajafnrétti á hinum ýmsu sviðum.
UAK bíður Evu Dröfn hjartanlega velkomna í hópinn og erum við ákaflega ánægðar að fá að njóta starfskrafta hennar á þeirri vegferð sem félagið er á.