Kynningartækni

In by Hugrún Elvarsdóttir

Viðburður fer fram: 24/11/2022
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:30 e.h.
Hvar: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1


Þann 24. nóvember nk. mun Anna Guðrún Steinsen stýra vinnustofu í kynningartækni fyrir félagskonur UAK. Húsið opnar kl. 19.30 og viðburðurinn hefst kl. 20.00. Vekjum athygli á því að takmörkuð pláss eru í boði!

Á vinnustofunni förum við yfir hvernig á að koma fram og setja fram hin ýmsu málefni á skemmtilegan, skipulagðan og áhrifaríkan hátt.

Anna Steinsen er með yfirgripsmikla þekkingu og mjög mikla reynslu í þjálfun á kynningartækni. Hún hefur þjálfað hundruði stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis. 

Hlökkum til að sjá ykkur! 

Í tilefni af vinnustofunni býður KVAN félagskonum UAK 20% afslátt af námskeiðsgjöldum á námskeiðið Kynningartækni sem hefst þann 25. nóvember. Nánari upplýsingar um námskeiðið og afsláttarkóði verður sendur út til félagskvenna í tölvupósti. 

Skráning

Skráning er lokuð.