Aðalfundur UAK 2018

In by asbjorge

Viðburður fer fram: 01/06/2018 - 02/06/2018
Klukkan: 8:00 e.h. - 1:00 f.h.
Hvar: Hæðin veislusalur, Síðumúli 32


Aðalfundur UAK 2018 verður haldinn föstudaginn 1. júní kl 20.00 á Hæðinni veislusal, Síðumúla 32, en nánari upplýsingar um salinn má finna hér. Húsið opnar kl 19.30 og það lokar kl 01.00. Formlegri dagskrá lýkur um klukkan 22.00 en við hvetjum allar félagskonur til að skemmta sér áfram með okkur.

Dagskráin er eftirfarandi:

  • Farið yfir starfsárið 2017-2018
  • Kosning í nýja stjórn UAK
  • Þórey Vilhjálmsdóttir ræðir við okkur um ferilinn og hvernig hún hefur nýtt áskoranir til hins góða
  • Indíana Rós Ægisdóttir verður með létta kynfræðslu

Boðið verður upp á léttar veitingar og veigar.

Þrjár stjórnarkonur munu ljúka stjórnarsetu sinni á aðalfundinum og óskum við því eftir framboðum í stjórn UAK. Þær sem hafa hug á því að bjóða sig fram eru beðnar um að senda umsókn á uak@uak.is fyrir kl. 20:00 þriðjudaginn 29. maí 2018. Í póstinum skal koma fram nafn, kennitala, starf/nám og nokkrar línur um viðkomandi ásamt ástæðu þess að viðkomandi hefur áhuga á að sitja í stjórn UAK – hámark 150 orð. Jafnframt skal mynd af viðkomandi vera meðfylgjandi. Upplýsingar þessar verða svo birtar hér á heimasíðunni í aðdraganda kosninga. Á aðalfundi kynna frambjóðendur sig og mættar félagskonur kjósa. Stjórnarmeðlimir eru kosnir til tveggja ára í senn.

Við bendum á að einungis skráðar félagskonur sem hafa greitt félagsgjöld geta skráð sig á lokaviðburðinn og hafa kosningarétt á aðalfundi.

Við hlökkum mikið til að fagna með ykkur og skála fyrir vel heppnuðu starfsári!

Skráning

Skráning er lokuð.