Viðburður fer fram: 28/05/2019
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2
Aðalfundur UAK 2019 verður haldinn þriðjudaginn 28. maí í Mengi við Óðinsgötu. Húsið opnar kl 19.30 og dagskrá hefst kl. 20.00. Á aðalfundinum förum við yfir starfsárið, kjósum nýja stjórnarmeðlimi og fáum til okkar góða gesti. Boðið verður upp á léttar veitingar og veigar.
Þrjár stjórnarkonur munu ljúka stjórnarsetu sinni á aðalfundinum og óskum við því eftir framboðum í stjórn UAK. Þær sem hafa hug á því að bjóða sig fram eru beðnar um að senda umsókn á uak@uak.is fyrir kl. 23:59 föstudaginn 24. maí 2019. Í póstinum skal koma fram nafn, kennitala, starf/nám og nokkrar línur um viðkomandi ásamt ástæðu þess að viðkomandi hefur áhuga á að sitja í stjórn UAK – hámark 150 orð. Jafnframt skal mynd af viðkomandi vera meðfylgjandi. Upplýsingar þessar verða svo birtar hér á heimasíðunni í aðdraganda kosninga. Á aðalfundi kynna frambjóðendur sig og mættar félagskonur kjósa. Stjórnarmeðlimir eru kosnir til tveggja ára í senn.
Við bendum á að einungis skráðar félagskonur sem hafa greitt félagsgjöld geta skráð sig á lokaviðburðinn og hafa kosningarétt á aðalfundi.
Við hlökkum mikið til að fagna með ykkur og skála fyrir vel heppnuðu starfsári!
Skráning
Skráning er lokuð.