Viðburður fer fram: 27/05/2020
Klukkan: 8:00 e.h. - 11:00 e.h.
Hvar: Fiskmarkaðurinn, neðri hæð, Aðalstræti 12
Aðalfundur UAK 2020 verður haldinn miðvikudaginn 27. maí. Húsið opnar kl. 19:30 og hefst fundurinn kl. 20:00. Við fáum til okkar þær Eddu Björk, viðskiptastjóra á hugverkasviði Samtaka iðnaðarins, og Karen Björgu, uppistandara. Á aðalfundinum munum við skv. 4. mgr. 5. gr. laga UAK fara yfir skýrslu stjórnar, reikninga, lagabreytingar og önnur mál ásamt því að kjósa þrjár nýjar stjórnarkonur í stjórn félagsins. Boðið verður upp á drykki.

Allar félagskonur geta lagt fram tillögur til lagabreytinga en lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi félagsins skv. 2. mgr. 5. gr. laga UAK. Tillögum til lagabreytinga skal skilað eigi síðar en kl. 23:59 mánudaginn 25. maí n.k. á netfangið uak@uak.is.
Þrjár stjórnarkonur munu ljúka stjórnarsetu sinni á aðalfundinum og óskum við því eftir framboðum í stjórn UAK 2020-2022. Ekki er um að ræða framboð í sérstök embætti, en ný stjórn kýs í embætti á fyrsta stjórnarfundi. Framboð skulu tilkynnt á uak@uak.is eigi síðar en kl. 23:59 sunnudaginn 24. maí n.k. Í póstinum skal koma fram:
- Fullt nafn
- Kennitala
- Titill (starf/nám)
- Nokkrar línur um viðkomandi og ástæða fyrir framboði, að hámarki 150 orð
- Mynd af frambjóðanda
Við bendum á að einungis skráðar félagskonur sem hafa greitt félagsgjöld geta skráð sig á lokaviðburðinn og hafa kosningarétt á aðalfundi.
Það verður frábært að koma saman og njóta sumarkvöldsins saman. Við í stjórn UAK fylgjumst vandlega með fyrirmælum stjórnvalda og verður framkvæmd aðalfundarins í takt við þær reglur sem eiga við þann 27. maí.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Skráning
Skráning er lokuð.