Viðburður fer fram: 31/05/2022
Klukkan: 7:30 e.h. - 9:30 e.h.
Hvar: Tunglið, Lækjargata 2
Nú fer starfsári Ungra athafnakvenna að ljúka og því boðar stjórn til aðalfundar 31. maí nk. Fundurinn fer fram í Tunglinu, Lækjargötu 2, og hefst kl 19:30. Rakel Eva Sævarsdóttir, forstöðukona sjálfbærnimála hjá PLAY, mun flytja erindi en hún ber ábyrgð á innleiðingu og framgangi verkefna er tengjast sjálfbærni vegferð flugfélagsins. Áður starfaði hún sem sjálfbærnisérfræðingur hjá Marel og sem ráðgjafi hjá Deloitte. Rakel situr í stjórn Alor og var ein af stofnendum Fortuna Invest en steig til hliðar sumarið 2021.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla stjórnar um starfsemi og rekstur á liðnu starfsári
- Ársreikningur kynntur fyrir liðið starfsár og borinn upp til samþykktar
- Lagabreytingar
- Kosning stjórnar
- Kosning formanns stjórnar
- Ákvörðun félagsgjalda
- Önnur mál
Fjórar stjórnarkonur munu ljúka stjórnarsetu sinni á aðalfundinum og óskum við því eftir framboðum í stjórn UAK 2022-2024. Einnig verða tveir varamenn kjörnir til eins árs. Allar þær félagskonur, 18 ára og eldri, sem skráðar hafa verið í félagið og greitt félagsgjöld a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund hafa rétt til að bjóða sig fram til stjórnar og hafa atkvæðisrétt.
Í framboðum til stjórnar skal því sérstaklega kveða á um ef frambjóðandi býður sig einnig fram sem formaður félagsins. Formaður stjórnar þarf að hafa hlotið kosningu í stjórn félagsins til að verða kjörgeng í kjör formanns. Framboð þurfa að berast eigi síðar en kl. 23:59 sunnudaginn 29. maí n.k. á umsokn@uak.is. Kosið verður í önnur embætti innan stjórnar á fyrsta stjórnarfundi nýs starfsárs.
Í póstinum skal koma fram:
- Fullt nafn
- Kennitala
- Titill (starf/nám)
- Framboðstexti sem verður birtur á heimasíðu UAK að hámarki 150 orð
- Mynd af frambjóðanda
- Tekið skal fram ef frambjóðandi býður sig fram sem formann félagsins
Allar félagskonur geta lagt fram tillögur til lagabreytinga og skal skilað eigi síðar en kl. 23:59 sunnudaginn 29. maí n.k. á netfangið uak@uak.is.
Það verður frábært að koma saman og fagna starfsárinu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur!
Skráning
Skráning er lokuð.