Aðalfundur UAK 2023

In by gudrunvaldis

Viðburður fer fram: 17/05/2023
Klukkan: 7:30 e.h. - 9:30 e.h.
Hvar: Akademias, Borgartún 23


Nú fer starfsári UAK að ljúka og því boðar stjórn til aðalfundar 17. maí nk. Fundurinn fer fram í sal Akademias á 3. hæð í Borgartúni 23. Fundurinn hefst kl 20:00, en húsið opnar 19:30. Kristín Soffía Jónsdóttir, leitari mun flytja stutt erindi um sinn feril og starf sitt sem leitari.

Viðburðurinn er styrktur af BBA//Fjeldco.

Fjórar stjórnarkonur munu ljúka stjórnarsetu sinni á aðalfundinum og óskum við því eftir framboðum í stjórn UAK 2023-2025. Einnig verða tveir varamenn kjörnir til eins árs. Allar þær félagskonur, 18 ára og eldri, sem skráðar hafa verið í félagið og greitt félagsgjöld a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund hafa rétt til að bjóða sig fram til stjórnar og hafa atkvæðisrétt.

Í framboðum til stjórnar skal sérstaklega kveða á um ef frambjóðandi býður sig einnig fram sem formaður félagsins. Formaður stjórnar þarf að hafa hlotið kosningu í stjórn félagsins til að verða kjörgeng í kjör formanns. Framboð þurfa að berast eigi síðar en kl. 23:59 sunnudaginn 14. maí n.k. á umsokn@uak.is. Kosið verður í önnur embætti innan stjórnar á fyrsta stjórnarfundi nýs starfsárs.

  • Fullt nafn
  • Kennitala
  • Titill (starf/nám)
  • Framboðstexti sem verður birtur á heimasíðu UAK að hámarki 150 orð
  • Mynd af frambjóðanda
  • Tekið skal fram ef frambjóðandi býður sig fram sem formann félagsins

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi og rekstur á liðnu starfsári
  3. Ársreikningur kynntur fyrir liðið starfsár og borinn upp til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Kosning stjórnar
  6. Kosning formanns stjórnar
  7. Ákvörðun félagsgjalda
  8. Önnur mál

Allar félagskonur geta lagt fram tillögur til lagabreytinga og skal skilað eigi síðar en kl. 23:59 sunnudaginn 14. maí n.k. á netfangið uak@uak.is. Skráning á aðalfundinn er hafin hér. Það verður frábært að koma saman og fagna starfsárinu sem er að líða.

Hlökkum til að sjá ykkur!

______________________________________________

Kristín Soffía starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Klak Innovit þar sem hún leiddi endurmörkun félagsins og stofnaði mentoraþjónustu Klak. Hún situr í stjórn Orkusölunnar og hefur áður setið í stjórn Strætó, Þróunarfélags Grundartanga og Faxaflóahafna, þar sem hún var stjórnarformaður um árabil.

Skráning

Skráning er lokuð.