Tengslakvöld: Af hverju UAK? RAUNVIÐBURÐUR

In by ingamaria

Viðburður fer fram: 18/02/2021
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Kex Hostel (Gym og Tonic), Skúlagata 32


Fimmtudaginn 18. febrúar stendur UAK fyrir fyrsta tengslakvöldi starfsársins sem er raunviðburður, en við tökum á móti ykkur í Gym&Tonic salnum á Kex hostel. Salnum verður skipt í tvö sóttvarnarhólf svo við getum tekið á móti 40 konum, því er mikilvægt að muna að afskrá ykkur ef þið komist ekki, fyrir kl. 18 daginn áður, 17.febrúar.

Tengslakvöldið ber nafnið “Af hverju UAK” og við munum fá til okkar nokkrar frambærilegar konur sem hafa tekið virkan þátt í félaginu. Þær Karen Björk Eyþórsdóttir, Kristín Sverrisdóttir og Aníta Rut Hilmarsdóttir, verða með örstutt erindi hver um sig. Að þeim loknum munum við opna á umræður um UAK og hvað félagið hefur gefið okkur, allt frá tækifærum til tengslanets og innblásturs. Vala Rún Magnúsdóttir, formaður UAK, mun stýra umræðunum, en þær verða á samtalsformi og við ætlum að breyta aðeins út af vananum og notast við fiskabúrs (e. fishbowl) aðferð. Í lok kvöldsins getum við svo nýtt tímann til að kynnast loksins hvor annarri eftir bestu getu án þess að treysta á vefmyndavélar, með 2 m og grímur að vopni.

Hefðbundið fiskabúr notast við röð af 4 stólum og þá skipa þær sem vilja taka þátt í umræðunum. Einn stóll í fiskabúrinu skal alltaf vera tómur svo hver sem er geti farið og tekið þátt í umræðunum. Ef einhver sest í tóma stólinn skal ein standa upp. Þetta fyrirkomulag gefur félagskonum tækifæri til að taka sjálfar þátt í umræðunum og deila sínum sögum. Einnig er þetta kjörinn vettvangur fyrir nýjar félagskonur að sjá hvað aðild að UAK býður upp á.

Viðburðurinn hefst kl 20:00, en húsið opnar 19:30.

Aníta Rut Hilmarsdóttir – Verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Arion banka
Karen Björk Eyþórsdóttir – Verkefnastjóri í sjálfbærnimálum hjá Reykjavíkurborg
Kristín Sverrisdóttir – Process Engineer hjá Össur

Opnað hefur verið fyrir skráningu á biðlista hér.

Skráning

Skráning er lokuð.