Barbershop UAK: Leiðtogaverkfærið

In by Helena Rós Sturludóttir

Viðburður fer fram: 08/02/2018
Klukkan: 7:30 e.h. - 9:30 e.h.
Hvar: Ægisgarður, Eyjarslóð 5


Fimmtudagskvöldið 8. febrúar kl. 19.30-21.30 í Ægisgarði, Eyjarslóð 5, bjóða Ungar athafnakonur öllum áhugasömum að koma og taka þátt í viðburði byggðum á Barbershop-verkfærakistu sem þróuð var fyrir UN Women árið 2015 sem hluti af #heforshe herferðinni. Verkfærakistan er notuð til að halda viðburði sem hafa það að markmiði að auka þátttöku karla í umræðunni og baráttunni fyrir kynjajafnrétti.
 
Vinnustofan verður byggð á leiðtogaverkfæri sem miðar sérstaklega að aukinni þátttöku stjórnenda og verður þetta í fyrsta skipti í heiminum sem slík vinnustofa er haldin fyrir ungt fólk. Eðli málsins samkvæmt er best að hafa jafnt kynjahlutfall í vinnustofunni svo við hvetjum alla til að taka með sér gest af öðru kyni. 
ATHUGIÐ að skráning fer fram hér.
 
FRÍTT INN – boðið verður upp á pítsu og bjór fyrir þátttakendur.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!