Eflum tengslanetið

In by Sóley Björg Jóhannsdóttir

Viðburður fer fram: 14/03/2024
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Bragginn bar, Nauthólsvegur 100


Þá er komið að öðru tengslakvöldi starfsársins. Tengslakvöldin halda áfram að heppnast einstaklega vel hjá okkur og við ætlum okkur að endurtaka leikinn þann 14. mars á Bragganum í Nauthólsvík. Húsið opnar kl. 19:30 og viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 20:00.

Bjarklind Gunnarsdóttir, þjálfari og ráðgjafi hjá KVAN og sérfræðingur hjá Samgöngustofu, mun hefja kvöldið og brjóta ísinn. Bjarklind sat í stjórn UAK  2020-2022 og því erum við mjög spenntar að fá hana til okkar að miðla reynslu sinni. Að því loknu gerum við okkur góða stund og eflum tengslin.

Bjarklind er með BS gráðu í sálfræði. Hún hefur unnið mikið með fólki, sem Jafningjafræðari Hins Hússins og sem millistjórnandi Jafningjafræðslunnar í nokkur ár. Hefur hún líka unnið í félagsmiðstöð og á frístundaheimili og var svo verkefnastjóri Unglingar gegn ofbeldi sem er samvinnuverkefni Stígamóta og Samfés. Nú starfar hún hjá Samgöngustofu þar sem hún fer með umferðarfræðslu fyrirlestur í framhaldsskóla og sér um utanumhald á kennsluefni fyrir öll skólastigin. Einnig starfar hún hjá KVAN þar sem hún heldur fyrirlestra og námskeið ásamt allskonar gleði og hópefli

Bjarklind Gunnarsdóttir, þjálfari og ráðgjafi hjá KVAN og sérfræðingur hjá Samgöngustofu

Jafnrétti er hennar hjartans mál og hefur hún tekið þátt í allskonar vinnu sem tengist því. Hún starfaði í Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og fékk tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forsetans fyrir verkefni þar sem hún tók saman kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum.

.

Takmörkuð pláss í boði og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Við þökkum BBA//Fjeldco fyrir að styðja við félagið.

Skráning

Skráning er lokuð.