Ekki fara í skattaköttinn

In by Gunnlaug Helga Ásgeirsdottir

Viðburður fer fram: 26/02/2024
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35


Ekki fara í skattaköttinn! Sara kemur framtalsgerðinni þinni í dúnaLOGN.

Þann 26. febrúar stendur UAK fyrir vinnustofunni „Ekki fara í skattaköttinn“. Vinnustofan fer fram í sal Samtaka Atvinnulífsins. Húsið opnar kl. 19:30 og hefst vinnustofan kl. 20:00.

Tilgangur vinnustofunnar er að losna við skattframtalsstressið sem fylgir okkur ár hvert.

Sara hjá LOGN mun fara yfir skattframtal einstaklinga og kenna okkur nokkur ráð sem hægt er að gera svo framtalið komi sem best út. Farið verður yfir hvernig á að lesa álagningarseðilinn til að fullvissa sig um að framtalið sé rétt. Einnig verður farið yfir rekstrarskjöl sem verktakar þurfa að fylla út samhliða framtalinu, hvaða gjöld má nýta á móti tekjum og hvað reiknað endurgjald er. Þá verður vefurinn Island.is skoðaður og hvar er hægt að sjá greiðsluseðla frá Skattinum. Að endingu verður farið yfir lestur launaseðils.

Allir sem koma á vinnustofuna fá glærur með efninu.
Dagskrá stendur til 21:30 og líkur með tengslamyndun og léttum veitingum í boði Anna Marta.

Vinnustofan kostar 1.500 kr og greiðist gjaldið inn á reikning UAK 515-26-531015, kt. 531015-1690, eða á staðnum.

Við þökkum @LOGNbókhald kærlega fyrir stuðninginn,
sjá nánar http://www.lognbokhald.is

Hlökkum til að sjá ykkur! 

_________________________________________________________________________________________

Sara Baxter


Stofnandi og eigandi LOGN bókhald

Sara Baxter er með áralanga reynsu í bókhaldi og sérhæfir sig í rekstri félaga og einstaklinga. Hún leggur mikla áherslu á að hún og starfsmenn hennar ræði við viðskiptavini á mannamáli og losa þá við bókhaldsstressið. Enda er slagorð félagsins “Komum bókhaldinu í dúnaLOGN”

Skráning

Skráning er lokuð.