Eru konur auðveldara skotmark?

In by annaberglind

Viðburður fer fram: 30/10/2018
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:30 e.h.
Hvar: Arion banki, Borgartún 19


Þriðjudagskvöldið 30. október veltum við þeirri spurningu upp og ræðum meðal annars af hverju konur virðast oft fá harðari og öðruvísi umfjöllun í fjölmiðlum en karlar, af hverju það er erfiðara að fá konur í viðtöl og hvers vegna það er vegið öðruvísi og oft á persónulegri hátt að konum en körlum.

Viðburðurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Arion banka þriðjudaginn 30. október. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskráin hefst kl. 20:00. Léttar veitingar verða í boði.

Viðmælendur:
Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta
Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona og þáttastjórnandi hjá RÚV
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands
Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

Panel-stýra verður Kolfinna Tómasdóttir, ráðstefnustjóri Ungra athafnakvenna.

Viðburðurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa. Þar sem um opinn viðburð er að ræða er óþarfi að skrá sig hér á síðunni og ekki er skilyrði að vera skráð/ur í félagið. Viðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu.