Viðburður fer fram: 09/03/2017
Klukkan: 7:45 e.h. - 10:30 e.h.
Hvar: Kvika, Borgartún 25
Næsti viðburður UAK mun fara fram næstkomandi fimmtudag, þann 9. mars í húsakynnum Kviku banka í Borgartúni 25, 8. hæð. Um er að ræða umræðu- og tengslakvöld fyrir félagskonur í sambandi við viðtalsbókina Forystuþjóð sem ungu athafnakonurnar Edda Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir gáfu út á dögunum.
Þær Edda og Ragnhildur munu mæta og segja okkur aðeins frá vinnunni í kringum verkefnið sjálft, áskorunum sem urðu á þeirra vegi og helstu atriðunum sem komu fram í viðtölunum. Í framhaldinu mun Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Símanum og einn viðmælandi bókarinnar, bætast í hópinn til að taka þátt í umræðum með okkur um stöðu jafnréttismála á Íslandi í dag og deila sinni reynslu. Birna hefur starfað sem stjórnandi hjá Símanum í meira en 10 ár og verður frábært að fá hennar innlegg í umræðuna.
Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða í samfélaginu í tengslum við jafnlaunavottun, fæðingarorlof og hlutfall kvenna og karla í lykilstöðum í atvinnulífinu. Viljum við endilega taka þátt í umræðunni og fá að heyra skoðanir félagskvenna UAK á þessum mikilvægu málefnum. Á sama tíma verður þetta frábært tækifæri fyrir okkur að kynnast hvorri annarri betur og stækka tengslanetið. Við lofum líflegu kvöldi og verða drykkir frá Vífilfelli í boði.
Skráning (sem og afskráning) á viðburðinn fer fram hér á heimasíðunni. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Skráning
Skráning er lokuð.