Viðburður fer fram: 12/04/2023
Klukkan: 5:00 e.h. - 7:30 e.h.
Hvar: Háskólinn í Reykjavík – Stofa M209, Menntavegur 1
Næsti viðburður UAK verður haldinn miðvikudaginn 12. apríl í samstarfi við Nasdaq Iceland og Opna háskólann í Reykjavík og ber yfirskriftina Fjármál 101.
UAK og Nasdaq Iceland hafa staðið saman að vel sóttum viðburðum undanfarin misseri sem taka til þess að efla þekkingu ungs fólks á fjármálum og hlutabréfamörkuðum. Þann 12. apríl taka UAK, Nasdaq Iceland og OHR höndum saman og gefa félagsfólki tæki og tól til þess að taka upplýstar ákvarðanir um sparnað sinn, fjárfestingar, hlutabréfaviðskipti o.fl. í þeim tilgangi að stuðla að aukinni þekkingu og fjárhagslegu sjálfstæði ungs fólks.
Snædís Ögn Flosadóttir og Baldur Thorlacius munu fara yfir eftirfarandi viðfangsefni á viðburðinum:
- Fjármál heimilisins
- Sparnaður og fjárfestingar
- Hlutabréfaviðskipti
- Lán og lánshæfi
Þátttakendur í sal munu geta spurt fyrirlesara spurninga á milli kafla og endar viðburðurinn á léttum veitingum og tengslamyndun.
Snædís Ögn Flosadóttir er framkvæmdastjóri lífeyrissjóðanna EFÍA og LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnaðar Arion banka. Þá er hún jafnframt formaður fræðslunefndar Landssamtaka lífeyrissjóða. Snædís hefur starfað innan eignastýringar síðastliðin fjórtán ár og komið að fjölmörgum þáttum stýringar lífeyrissjóða á þeim árum; eignastýringu fagfjárfesta, daglegs reksturs lífeyrissjóða, áhættu- og gæðastýringu og svo sl. átta ár sem framkvæmdastjóri áðurnefndra sjóða. Á þessum árum hefur hún einnig unnið með Landssamtökum lífeyrissjóða, er formaður fræðslunefndar samtakanna, ásamt því að hafa komið að ýmsum verkefnum á þeirra vegum.
Í starfi sínu sem framkvæmdastjóri hefur Snædís talað fyrir áherslum lífeyrissjóða í ábyrgum fjárfestingum og aukinni fræðslu og stuðningi við fjármálalæsi, bæði hér heima og erlendis. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra, tekið þátt í innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum og birt greinar um þessi málefni og fleiri er tengjast umhverfi og regluverki lífeyrissjóða.
Baldur er hagfræðingur með Mastersgráðu frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað hjá Nasdaq síðan árið 2007, fyrst sem sérfræðingur á viðskiptasviði og síðan sem forstöðumaður eftirlitssviðs. Frá árinu 2019 hefur hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Áður en hann kom til starfa hjá Nasdaq vann hann hjá Samkeppniseftirlitinu. Baldur hefur þess utan starfað sem stundakennari í fjármálamörkuðum við Háskólann í Reykjavík og um tíma vann hann fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis við uppgjör fjármálakrísunnar 2008.
Húsið opnar kl. 17:00 og hefst viðburðurinn stundvíslega kl. 17.30.
Vekjum athygli á því að takmörkuð pláss eru í boði!
Hlökkum til að sjá ykkur.
Skráning
Skráning er lokuð.