Frá hugmynd til framkvæmdar

In by Andrea Gunnarsdóttir

Viðburður fer fram: 05/05/2022
Klukkan: 6:00 e.h. - 9:00 e.h.
Hvar: Borg29 Mathöll, Borgartún 29


Fimmtudaginn 5.maí stendur UAK fyrir vinnustofunni Frá hugmynd til framkvæmdar. Markmið vinnustofunnar er að gefa félagskonum innsýn í ferlið frá hugmynd að veruleika. Þátttakendur fá tækifæri til að sannreyna viðskiptahugmyndir ásamt því að byggja upp þekkingu á því hvernig við stofnum fyrirtæki og búum til okkar eigin tækifæri. Þær Stefanía Guðrún Halldórsdóttir og Sigurlína Ingvarsdóttir munu leiða vinnustofuna en þær búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á nýsköp­unar- og frumkvöðlaum­hverfinu.

Stefanía er framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar og stýrir þar vísissjóði sem sérhæfir sig í að styðja við uppbyggingarferli íslenskra sprotafyrirtækja. Hún hefur einnig gegnt stöðu framkvæmdastjóri CCP á Íslandi, stýrt þróunarteymi CCP í Kína og verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Sigurlína situr í stjórn Eyris Vaxtar og CRI og er einnig stjórnarformaður íslenska tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds og barnaleikjaframleiðandans Mussila. Hún starfar í dag við fjárfestingar og ráðgjöf hjá Ingvarsdóttir ehf. en hefur áður starfað sem sem framleiðandi hjá sprotafyrirtækinu Bonfire Studios í Bandaríkjunum en áður var hún yfirframleiðandi á leikjum á borð við FIFA og Star Wars Battlefront.

Þetta verður lifandi og lærdómsríkur viðburður og hvetjum við ykkur til að deila þeim hugmyndum sem þið gangið með í maganum.

Skráning

Skráning er lokuð.