Viðburður fer fram: 27/11/2018
Klukkan: 7:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Stofa M105 – Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1
Þriðjudagskvöldið 27. nóvember nk. hittast Ungar athafnakonur á námskeiði í framkomu- og ræðumennsku.
Við höfum fengið til liðs við okkur enga aðra en Sigríði Maríu Egilsdóttur sem hefur stundað ræðumennsku um árabil, í gegnum ræðukeppni enskufélagsins á Íslandi, MORFÍs, TedX, á erlendum ráðstefnum og nú nýlega á þingi. Þá hefur hún einnig kennt og þjálfað framsögn og ræðuskrif í nokkur ár, en hún var þjálfari MORFÍs-liðs Verzlunarskóla Íslands í 4 ár.
Námskeiðið fer fram í stofu M105 í HR og sætafjöldi er takmarkaður svo við hvetjum félagskonur til að skrá sig sem fyrst. Hlökkum til að sjá ykkur!
Skráning
Skráning er lokuð.