Viðburður fer fram: 15/11/2018
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Stélið, Síðumúli 11
Fimmtudagskvöldið 15. nóvember n.k. mun UAK standa fyrir viðburði undir yfirskriftinni Frumkvöðlakonur. Tilgangur kvöldsins er að veita félagskonum tækifæri til að fræðast um og heyra frá konum sem hafa stofnað fyrirtæki eða starfað í frumkvöðlaumhverfinu á einn eða annan hátt.
Við fáum fimm flottar konur til að ræða sína reynslu og upplifun og svara spurningum á borð við
- Hvernig læt ég hugmyndina mína verða að veruleika?
- Hvað er það helsta sem ég þarf að huga að til að koma hugmyndinni minni af stað? Hvert get ég leitað til að fá aðstoð?
- Hvaða leiðir eru fyrir mig til að fjármagna hugmyndina mína?
- Er betra að vera ein/n í ferlinu eða með teymi?
- Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar ég hef komið vörunni minni á markað?
Vala Halldórsdóttir, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Framtíðarinnar
Viðburðurinn verður haldinn í Stélinu, Síðumúla 11, 105 Reykjavík – kl 20:00-22:00 en húsið opnar kl 19:30. Athugið að gengið er inn á hægri hlið hússins. Opnað hefur verið fyrir skráningu hér að neðan og hvetjum við félagskonur til að skrá sig sem fyrst.
Skráning
Skráning er lokuð.