Viðburður fer fram: 23/03/2023
Klukkan: 5:30 e.h. - 7:00 e.h.
Hvar: Empower, Lækjartorg 5
ATH Fullt er á viðburðinn en möguleiki er að skrá sig á biðlista hér
Við munum hafa samband við þær sem hafa skráð sig á biðlista ef það losnar pláss.
Þann 23. mars næstkomandi mun Empower bjóða UAK í heimsókn þar sem félagskonur fá tækifæri til að kynnast fyrirtækinu og Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé ein af stofnanda Empower. Einnig munu Sigyn Jónsdóttir CTO og meðstofnandi Empower, Snæfríður Jónsdóttir sérfræðingur í stafrænni þróun og markaðsmálum og Anna Berglind Jónsdóttir hugbúnaðarsérfræðingur, starfsmenn Empower og fyrrum stjórnarkonur UAK segja frá sinni vegferð.
Empower sérhæfir sig í fjölbreytileika og jöfnuði og býður upp á lausn fyrir fyrirtæki til þess að greina og mæla vinnustaðamenningu. Virkilega áhugavert fyrirtæki og erum við orðnar mjög spenntar að kynnast fyrirtækinu sem og þeim flottu konum sem þar starfa.
Mikilvægt er að skrá sig en takmarkaður fjöldi verður á viðburðinn.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Þórey er CEO og stofnandi Empower. Hún hefur leitt mörg helstu fyrirtæki og stofnanir á Íslandi í gegnum verkefnið Jafnréttisvísi sem er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum. Hún sat í stjórn Íslandsnefndar UN Women og var einn af stofnendum V-dagsins á Íslandi (V-day), samtök sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Þórey starfaði áður sem meðeigandi hjá Capacent og aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Hún er með B.Sc. Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík og CEIBS viðskiptaháskóla, Sjanghæ.
Sigyn Jónsdóttir er CTO og meðstofnandi Empower en áður var hún VP Customer Care hjá Men&Mice. Hún er varaformaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs og var formaður Ungra athafnakvenna árin 2017-2019. Sigyn er með B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. Management Science & Engineering frá Columbia-háskóla í New York.
Snæfríður Jónsdóttir er sérfræðingur stafrænni þróun og markaðsmálum hjá Empower. Hún er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sat í stjórn Ungra athafnakvenna á árunum 2018-2020, seinna árið sem formaður félagsins. Snæfríður starfaði áður sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá PayAnalytics og sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Tvist.
Anna Berglind Jónsdóttir er hugbúnaðarsérfræðingur hjá Empower og leiðir þar framendaþróun. Hún er með B.Sc. í heilbrigðisverkfræði og tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og sat í stjórn Ungra athafnakvenna árin 2017-2019, fyrst sem vefstjóri og síðan sem varaformaður.
Skráning
Viðburðurinn er fullbókaður