Fyrirtækjaheimsókn í Advania

In by annaberglind

Viðburður fer fram: 05/12/2018
Klukkan: 5:00 e.h. - 7:00 e.h.
Hvar: Advania, Guðrúnartúni 10


Advania ætlar að bjóða Ungum athafnakonum í fyrirtækjaheimsókn miðvikudaginn 5. desember að Guðrúnartúni 10, kl. 17-19.

Á móti okkur munu taka þær Sesselía Birgisdóttir, markaðsstjóri, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Rekstrar og þjónustu og Íris Sigtryggsdóttir, fræðslustjóri.

Við hlökkum mikið til enda einstakt tækifæri til að hitta þessar frábæru konur og spyrja þær spjörunum úr.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á viðburðinn en takmarkaður fjöldi sæta er í boði svo við mælum með að félagskonur skrái sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.

Skráning

Skráning er lokuð.