Viðburður fer fram: 31/01/2018
Klukkan: 6:00 e.h. - 8:00 e.h.
Hvar: PWC húsið, Skógarhlið 12
Miðvikudaginn 31. janúar kl. 18:00 fá Ungar athafnakonur frábært tækifæri til kynna sig og skapa tengsl beint inni í hringiðu atvinnulífsins, en Hagvangur ætlar að taka á móti okkur í höfuðstöðvum sínum í Skógarhlíð 12 og fræða okkur um starfsemi Hagvangs, hvernig sé best að ná draumastarfinu og margt fleira.
Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Hjá Hagvangi starfa 11 sérfræðingar, annars vegar við ráðningar og hins vegar við stjórnenda- og mannauðsráðgjöf. Hagvangur hefur alla tíð einbeitt sér að faglegum ráðningum og starfsmannaleit og árið 2013 var endurvakið ráðgjafasvið fyrirtækisins. Hagvangur þjónustar árlega hundruði viðskiptavina við ráðningar, ráðgjöf, persónuleika- og hæfnipróf og margt fleira.
Starfsfólk Hagvangs hefur unnið mikið brautryðjendastarf í ráðningum og ráðgjöf á Íslandi. Áralöng þekking og reynsla af atvinnulífi á Íslandi, breytt tengslanet og gott orðspor eru meðal þeirra helstu þátt sem Hagvangur státar sig af.
Á móti okkur munu taka þær:
Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi.
Geirlaug hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á mannauðsstjórnun og BS í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst. Geirlaug starfaði áður sem aðjúnkt á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst og kenndi þar m.a. mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Geirlaug var um árabil forstöðumaður símenntunar Háskólans á Bifröst og verkefnastjóri tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Þar áður starfaði Geirlaug sem fræðslustjóri Alcan á Íslandi. Geirlaug hefur jafnframt reynslu af sveitarstjórnarstörfum og hefur setið í ýmsum stjórnum og ráðum.
Gyða Kristjánsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi.
Gyða er með MS próf í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands, þar sem hún lagði sérstaka áherslu á mannauðs- og markaðsmál. Gyða hefur kennt bæði samningatækni og sáttamiðlun við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Gyða hóf störf hjá Hagvangi strax að lokinni útskrift síðastiðið haust.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Katrín hefur starfað við stjórnendaráðningar á Íslandi yfir 30 ár og komið að helstu ráðningum æðstu stjórnenda á Íslandi fyrir öll helstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Var formaður FKA, félags kvenna í atvinnulífinu og hefur jafnframt sterk tengsl inn í viðskiptalífið á þeim vettvangi.
Einnig verða fleiri ráðgjafar Hagvangs á svæðinu til að spjalla við eftir kynningarnar. Hámarksfjöldi er á viðburðinn svo við mælum með að tryggja ykkur sæti sem fyrst.
Boðið verður upp á léttar veitingar og drykki.
Skráning
Skráning er lokuð.