Viðburður fer fram: 12/02/2019
Klukkan: 5:30 e.h. - 7:30 e.h.
Hvar: Sýn, Suðurlandsbraut 8
Sýn býður Ungum athafnakonum í fyrirtækjaheimsókn þriðjudaginn 12. febrúar að Suðurlandsbraut 8, kl. 17:30 – 19:30.
Á móti okkur munu taka þær Helen Breiðfjörð, mannauðsstjóri og Bára Mjöll Þórðardóttir markaðsstjóri.
Sýn er sameinað félag Vodafone og fjölmiðlastarfsemi sem inniheldur m.a. Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977 og því virkilega spennandi félag með umfangsmikilli starfsemi. Þess má geta að sterk jafnréttisstefna er innan Vodafone og áhersla lögð á að auka hlut kynjanna en fyrirtækið hlaut Hvatningaverðlaun jafnréttismála árið 2017. Það er því einstaklega spennandi fyrir okkur að fá að heimsækja fyrirtækið, fá að fræðast um þessi málefni innan þess og spyrja þessa flottu kvenstjórnendur spjörunum úr.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á viðburðinn en takmarkaður fjöldi sæta er í boði svo við mælum með að félagskonur skrái sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.
Skráningu lýkur föstudaginn 8. febrúar klukkan 11.
Skráning
Skráning er lokuð.