Fyrirtækjaheimsókn: PLAY

In by Aðalheiður Júlírós

Viðburður fer fram: 21/09/2022
Klukkan: 5:30 e.h. - 7:00 e.h.
Hvar: PLAY, Suðurlandsbraut 14


PLAY býður UAK velkomnar í heimsókn! 

Vart þarf að kynna flugfélagið PLAY en það var stofnað vorið 2019 sem lággjaldaflugfélag. Í framkvæmdarstjórn er jafnt kynjahlutfall en þar sitja 3 karlar og 3 konur. PLAY leggur áherslu á sjálfbærni og hefur félagið gefið út sjálfbærnistefnu með áherslu á fimm flokka. Á meðal þessara flokka er framtíðarsýn á mannauð félagsins en þar segir að veita skuli jöfn tækifæri og fagna fjölbreytileikanum.

Sonja Arnórsdóttir CCO á Comercial sviði PLAY og Jónína Guðmundsdóttir CPO People and culture munu vera með kynningar á sínum störfum. Að því loknu munu Anna Fríða Gísladóttir forstöðumaður markaðssviðs, Nadine Guðrún Yaghi forstöðumaður samskiptasviðs, Þóra Eggertsdóttir fjármálastjóri og Margrét Hrefna Pétursdóttir forstöðumaður Safety & Compliance Monitoring Operations sitja fyrir svörum.

UAK hlakkar til að fá frekari innsýn inn í rekstur þessa frambærilega félags og eiga notalega stund með félagskonum.

Takmarkað pláss er á viðburðinn og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

*ATH Fullt er á viðburðinn en möguleiki er á að skrá sig á biðlista hér

Við munum hafa samband við þær sem hafa skráð sig á biðlista ef það losnar pláss.

Skráning

Skráning er lokuð.