Fyrsti viðburður nýs starfsárs UAK

In by Elísabet ErlendsdóttirLeave a Comment

Viðburður fer fram: 08/09/2016
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Nauthóll, Nauthólsvegur


Fyrsti viðburður Ungra athafnakvenna starfsárið 2016-2017 verður haldinn 8. september nk. á Nauthóli kl. 20:00. Viðburðurinn verður opinn öllum þeim sem hafa áhuga á starfsemi félagsins. Stuttlega verður fjallað um starfsemi Ungra athafnakvenna og farið yfir þá viðburði sem eru fyrirliggjandi í vetur.

Á viðburðinn mætir engin önnur en Frú Vigdís Finnbogadóttir og mun hún segja nokkur vel valin orð. Vigdís var kjörin forseti Íslands árið 1980 og var fyrsti þjóðkjörni kvenforseti heims.

Einnig mun Kristín Friðgeirsdóttir mæta og deila með okkur sinni reynslu. Kristín er Ph.D. í rekstrarverkfræði frá Stanford University og starfar sem dósent við London Business School. Hún hefur jafnfamt starfað sem ráðgjafi hjá McKinsey og Yahoo. Kristín er stjórnarformaður Haga ásamt því að sitja í stjórn Háskólans í Reykjavík, Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Distica hf.

Hægt er að skoða og melda sig á viðburinn hér: https://www.facebook.com/events/146807799096639/ 

Við í stjórn UAK erum ótrúlega spenntar fyrir starfsárinu með ykkur og vonumst til að sjá sem flestar!

Leave a Comment