Fyrsti viðburður nýs starfsárs

In by Elísabet Erlendsdóttir

Viðburður fer fram: 05/09/2017
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargata 11


Kæru félagskonur,

Það er komið að því að hefja nýtt starfsár! Fyrsti viðburður vetrarins verður haldinn þriðjudaginn 5. september nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Húsið opnar 19:30 og hefst formleg dagskrá kl 20:00. Þessi viðburður er opinn öllum sem hafa áhuga á starfi félagsins svo takið endilega með ykkur áhugasama einstaklinga  – karla jafnt sem konur! Sigyn Jónsdóttir, formaður UAK, mun opna viðburðinn og fara yfir hvað er á döfinni hjá okkur í vetur.

Eftir sem áður fá Ungar athafnakonur til sín framúrskarandi fyrirmyndir og leiðtoga úr íslensku samfélagi. Annars vegar mun Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova og stjórnarformaður WOW air, deila með okkur sinni reynslu en hún var m.a. valin maður ársins í atvinnulífinu 2016 hjá Frjálsri verslun.

Hins vegar mun Claudie Ashonie Wilson flytja erindi en hún er fyrsti innflytjandi lands utan Evrópu sem fær réttindi héraðsdómslögmanns hér á landi. Hún starfar hjá Rétti lögmannsstofu og hefur beitt sér fyrir málum innflytjenda og flóttamanna.

Við í stjórn UAK erum langt komnar með skipulag viðburða fyrir veturinn og erum gríðarlega spenntar að hefja starfsárið. Hlökkum til að sjá ykkur allar!