Hagar bjóða heim

In by Aðalheiður Júlírós

Viðburður fer fram: 18/04/2024
Klukkan: 5:00 e.h. - 7:00 e.h.
Hvar: Bananar ehf, Korngarðar 1


Á næsta viðburði förum við í heimsókn í húsakynni Banana sem er dótturfélag í samstæðu Haga. Hagar eru fjölskylda af fyrirtækjum sem starfa á íslenskum matvöru-, sérvöru- og eldsneytismarkaði og starfar þar um 2.600 starfsfólk.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga og Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana ehf. taka á móti okkur og gefa okkur innsýn inn í rekstur samstæðunnar.

Viðburðurinn byrjar á slaginu kl. 17 og í boði Haga verða léttar veitingar.

 

Við hlökkum til að kynnast og læra af þessu öfluga félagi en starfsfólk félagsins býr yfir áralangri þekkingu á verslun.

Takmarkað pláss verður á viðburðinn og skráning því mikilvæg.


Finnur Oddsson

Finnur er forstjóri Haga en hann tók við starfinu þann 1. júlí 2020. Hann er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, M.A. og Ph.D gráðu í sömu grein frá West Virginia University í Bandaríkjunum og auk þess AMP í viðskiptafræði frá IESE Viðskiptaháskólanum í Barcelona. Á árunum 2013 til 2020 var Finnur forstjóri hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo hf. Hann starfaði um árabil sem lektor við Háskólann í Reykjavík og stýrði þar meðal annars uppbyggingu á MBA námi HR og Stjórnendaskóla HR. Hann sat í háskólaráði HR frá 2009 til 2017 og var formaður ráðsins til ársins 2014. Þá starfaði Finnur um fimm ára skeið sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Finnur situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Hagar verslanir ehf., Olís ehf., Noron ehf., Eldum rétt ehf., Stórkaup ehf., Klasi ehf., Effectus ehf. og Norðurver ehf.

Jóhanna Þ. Jónsdóttir

 

Jóhanna er framkvæmdastjóri Banana ehf. en hún hóf störf í september 2021.  Jóhanna er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Tækniháskóla Íslands. Jóhanna hefur víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun, einkum á sviði aðfangastýringar, rekstri vöruhúsa og innkaupa. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ehf, sem innkaupastjóri Distica hf., sem innkaupa og birgðastjóri hjá Bláa Lóninu hf. og Össuri hf.

Jóhanna situr í stjórn GS1 Ísland ehf., Vörustjórnunarfélags Íslands, og Grænlensk Íslenska viðskiptaráðinu.

Skráning

Skráning er lokuð.