Hefjum rekstur

In by Hugrún Elvarsdóttir

Viðburður fer fram: 10/04/2024
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35


Þann 10. apríl nk. standa UAK fyrir viðburði undir yfirskriftinni Hefjum rekstur. Tilgangur fundarins er að útvega félagskonum þær upplýsingar sem þær þurfa til þess að geta tekið hugmyndir sínar áfram og stofnað fyrirtæki, fá hvatningu og innblástur og eiga gagnlegar umræður!

Vekjum athygli á því að takmarkaður fjöldi plássa er í boði og skráning nauðsynleg!

Dagskrá:

1. Hvernig stofna ég fyrirtæki?

  • Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion banka.

2. Stökkva í djúpu laugina

  • Íris Baldursdóttir, CEO og meðstofnandi Snerpa Power og Eyrún Linnet, CTO og meðstofnandi Snerpa Power.

3. Sprotaferli KLAK – Icelandic Startups

  • Ólöf Krisrún Pétursdóttir Blöndal, viðskiptastjóri UAK og verkefnafulltrúi hjá KLAK – Icelandic Startups

4. Tengslamyndun og veitingar

Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir (f. 2. september 1976) er forstöðumaður Fasteigna og Innviða á Fyrirtækja og fjárfestingabankasviði Arion banka.

Hún hefur starfað á fjármálamarkaðnum frá árinu 1999. Á árunum 2007-2015 starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá Landsbankanum með áherslu á fyrirtæki í iðnaði, verslun og þjónustu. Eftir ársdvöl sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 miðla tók hún aftur við fyrra starfi hjá Landsbankanum. Guðmunda sat í stjórn Landsbréfa á árunum 2018-2022. Á árinu 2023 tók hún við sem forstöðumaður hjá Arion banka.

Guðmunda er með B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á fjármál og löggildingarnám í verðbréfaviðskiptum. 

Eyrún Linnet er með 20 ára reynslu og með umtalsverða þekkingu á raforkukerfinu, rekstri rafveitna ásamt álagsstýringu stórnotenda. Hún er rafmagnsverkfræðingur að mennt með reynslu frá Landsneti, Rio Tinto á Íslandi (ISAL) og nú hjá Snerpa Power. Fyrst sem sérfræðingur og verkefnastjóri í greiningum á þróun raforkuflutningskerfisins og síðar lengst af sem ábyrgðarmaður rafveitu ISAL, elsta álvers á Íslandi þar sem hún leiddi sjálfvirknivæðingu í rekstri og viðhaldi rafveitunnar.

Íris Baldursdóttir hefur aflað sér viðamikillar þekkingar á raforkumálum bæði hérlendis og erlendis á yfir 20 ára ferli sem stjórnandi bæði rekstrar- og þróunardeilda og virkri þátttöku í evrópskum nýsköpunar, og rannsóknarverkefnum. Hún er rafmagnsverkfræðingur að mennt með reynslu frá alþjóðlega rafbúnaðarframleiðandanum ABB, sem framkvæmdastjóri Kerfisstjórnar hjá Landsneti til margra ára og síðar leiðtogi stefnumótunar fyrir evrópsk flutningsfyrirtæki raforku.

 

 

 

 

 

 

 

Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal er 22 ára og er að klára BSc í hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Með námi starfar hún sem verkefnafulltrúi hjá KLAK – Icelandic Startups þar sem hún kemur að skipulagningu og stjórnun viðskiptahraðla fyrir sprotafyrirtæki.

Skráning

Skráning er lokuð.