Heimsókn í Borgarleikhúsið

In by Sigyn

Viðburður fer fram: 18/10/2018
Klukkan: 5:00 e.h. - 7:00 e.h.
Hvar: Borgarleikhúsið, Listabraut 3


Fimmtudaginn 18. október næstkomandi heimsækja Ungar athafnakonur Borgarleikhúsið. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, mun taka á móti félagskonum og spjalla við okkur um sinn feril, áskoranir í leikhúsbransanum og jafnréttismál í því samhengi.

Hér gefst einstakt tækifæri til að fá innsýn í listageirann út frá sjónarhorni Ungra athafnakvenna og hlökkum við mikið til!

Viðburðurinn hefst kl. 17 og boðið verður upp drykki.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á viðburðinn en takmarkaður fjöldi sæta er í boði svo við mælum með að félagskonur skrái sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.

Skráning

Skráning er lokuð.