Heimsókn í Viðskiptaráð

In by Sigyn

Viðburður fer fram: 09/11/2017
Klukkan: 6:00 e.h. - 8:00 e.h.
Hvar: Viðskiptaráð Íslands, Borgartún 35


Viðskiptaráð Íslands býður UAK í heimsókn fimmtudaginn 9. nóvember kl. 18.

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ásta Sigríður Fjeldsted, mun segja okkur frá starfsemi ráðsins ásamt því að deila með okkur sinni reynslu úr atvinnulífinu. Einnig mun Katrín Olga Jóhannesdóttir spjalla við okkur en hún er fyrsta konan til að gegna stöðu formanns Viðskiptaráðs Íslands.

Af nógu er að taka af ferli þessara merku kvenna og hver veit nema fleiri sleggjur ávarpi Ungar athafnakonur í þessari spennandi heimsókn? Boðið verður upp á veitingar á viðburðinum.

Skráning

Skráning er lokuð.