Viðburður fer fram: 19/01/2021
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: ,
Erum við öll jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverki?
Opnunarviðburður Ungra athafnakvenna vorið 2021 fer fram 19. janúar nk. en viðburðurinn verður í opnu streymi á Facebook og hefst dagskrá kl 20:00.
Viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka er mismunandi eftir kynjum og eigum við langt í land með að brúa kynjabilið þegar kemur að stjórnunarstöðum. Markmið viðburðarins er að vekja athygli á úreltum hugmyndum um hverjir eiga og geta verið leiðtogar og velta upp þeirri spurningu hvort kynin séu öll jafn hæf til að sinna þessum hlutverkum.
Ragna Árnadóttir mun flytja hugvekju en hún er skrifstofustjóri Alþingis og er fyrsta konan til að gegna því embætti. Ragna býr yfir víðtækri stjórnunarreynslu en hún starfaði áður sem dómsmálaráðherra og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Þá mun Edda Sif Pálsdóttir, fréttakona RÚV, ræða við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um hvernig við getum rétt hallann þegar kemur að kynjaskiptingu í leiðtogastöðum og bætt kynjajafnrétti á alþjóðavísu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir starfar sem sérstakur ráðgjafi um konur og forystu hjá UN Women í New York. Hún er einnig stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga Reykjavík Global Forum, Women Leaders samhliða því að sitja í framkvæmdastjórn Women Political Leaders (WPL).
Þá verður dagskrá félagsins fyrir starfsárið sem og UAK dagsins 2021 kynnt.
Hlökkum til að sjá ykkur!