Hvað þarf til?

In by Hugrún Elvarsdóttir

Viðburður fer fram: 09/05/2023
Klukkan: 5:30 e.h. - 8:00 e.h.
Hvar: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35


Þann 9. maí nk. standa UAK og Íslandsbanki fyrir viðburði þar sem reynsluboltar úr viðskipta- og frumkvöðlaheiminum deila reynslu sinni og þekkingu með félagskonum og í kjölfarið verður haldin vinnustofan Hvað þarf til? 

Leitast verður svara við spurningum á borð við hvað þarf til að fjölga kvenfrumkvöðlum og af hverju það skiptir máli? Hvernig getum við stuðlað að auknu hlutfalli kvenforstjóra, konum í framkvæmdastjórnum, aukið hlutfall kvenna í nýsköpunargeiranum o.fl. 

Vekjum athygli á því að takmarkaður fjöldi plássa er í boði og að viðburðurinn krefst virkrar þátttöku félagskvenna í umræðum á vinnustofunni.

Húsið opnar kl. 17:00 og hefst viðburðurinn stundvíslega kl. 17.30.

Hlökkum til að sjá ykkur!

______________________________________________

Stefndu á toppinn

Una er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka. Hún hefur víðtæka og fjölbreytta starfsreynslu úr bankanum þar sem hún var framkvæmdastjóri sameinaðs viðskiptabankasviðs frá október 2008 til maí 2017, framkvæmdastjóri útibúasviðs frá 2007 til 2008 og útibússtjóri útibúsins í Reykjanesbæ frá 1999. Áður sinnti hún ýmsum störfum í alþjóðadeild bankans, lánaeftirliti og við lána- og þjónustustjórnun. Una hefur lokið Cand.Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og lauk AMP stjórnunarnámi 2015 frá IESE í Barcelona.

Að hugsa eins og frumkvöðull

Ingi Björn hefur víðtæka reynslu í sprotaumhverfinu og starfaði m.a. sem fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði Atvinnulífsins og verkefnastjóri hjá Icelandic Startups Ingi Björn hefur komið að stofnun fjölda fyrirtækja, hefur haldið ráðstefnur og aðstoðað fyrirtæki með fjármögnun og styrki. Þá hefur hann verið virkur í umhverfi sprotafyrirtækja síðasta áratuginn og hefur aðstoðað yfir 100 fyrirtæki með einum eða öðrum hætti síðasta áratuginn. Ingi Björn situr verkefnastjórn fyrir matvælastefnu Íslands og er jafnframt í stjórn Stjórnvísi. 

Ingi Björn er með BA gráðu í Stjórnmálafræðifrá Háskóla Íslands og MA gráðu í hagnýtum hagvísindum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. 

Að hrökkva eða stökkva

Lögfræðingur sem steig úr hlýju hins opinbera í stormasama sprotasenu og byggir nú upp leiðandi nýsköpunarfyrirtæki á sviði rafhlöðutækni.

Skráning

Skráning er lokuð.