Hverjir stýra peningum?

In by valarun1

Viðburður fer fram: 04/05/2021
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: ,


Næsti viðburður UAK verður haldinn þann 4.maí nk. kl. 20:00 og ber yfirheitið ,,Hverjir stýra peningum?”  Tekið verður fyrir hvernig fjármagni á Íslandi er stýrt með tilliti til kynjasjónarmiða. Viðburðurinn verður opinn öllum og fer fram stafrænt á Facebooksíðu UAK.  Rósa Kristinsdóttir frá Fortuna Invest mun halda opnunarerindi en í kjölfarið verða panelumræður sem Lilja Gylfadóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka, stýrir.

Þátttakendur panelsins eru:

  • Þórður Magnússon, meðstofnandi og stjórnarformaður Eyrir Invest
  • Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri eignastýringarfélagsins Íslandssjóðir hf.
  • Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðanna EFÍA og LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnaðar Arion banka
  • Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum

Tilgangur viðburðarins er að vekja athygli á stöðu kvenna innan fjármálageirans og hvaða afleiðingar og áhrif sú staða hefur á samfélagið í heild sinni. Karlar stýra nær öllum peningum á Íslandi og hefur lítið breyst á síðustu árum þó að Ísland eigi að teljast eitt framsæknasta land í heimi í jafnréttismálum. Peningum fylgja völd og konur fá því ekki raunveruleg völd fyrr en þær fara fyrir fjármagni í meira mæli. 

Fortuna Invest er vettvangur stofnaður af þremur konum með það markmið að auka fjölbreytileika þátttakenda á fjármálamarkaði. Leiðarljós Fortuna er að veita fræðslu um fjárfestingar á skýran hátt til að auka áhuga fólks á fjárfestingum og hvetja þannig til aukinnar þátttöku á fjármálamarkaði.

Ekki þarf að skrá sig á viðburðinn en upplýsingar um streymi verða aðgengilegar á Facebook viðburði .

Hlökkum til að sjá ykkur!