Jólaglögg UAK

In by Kamilla Tryggvadóttir

Viðburður fer fram: 14/12/2023
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Aperó vínbar, Laugavegur 20b


Kæru félagskonur, það er komið að því!

Nú styttist heldur betur í jólin og því tilvalið að koma saman og hafa það huggulegt í amstri desember mánaðar. Okkur hlakkar mikið til að njóta samverunnar með ykkur á Aperó Vínbar, fimmtudaginn 14. desember. Húsið opnar kl. 19:30 en dagskrá hefst kl. 20.

Dagskráin verður á léttum nótum og nægur tími fyrir skemmtilega tengslamyndun, spjall og jólastemningu.

Endilega mætið í jólapeysu ef þið hafið tök á, hver veit nema það verði verðlaun í boði fyrir flottustu peysuna? 😉

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!  ❤️

Jólakveðja,

UAK

 

 

 

Skráning

Skráning er lokuð.