Jólaglögg UAK

In by Lísa Rán Arnórsdóttir

Viðburður fer fram: 08/12/2022
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Apéro Vínbar, Laugavegi 20b, 2.hæð


Fimmtudaginn 8. desember mun UAK hringja inn jólin með jólaglöggi á Apéro Vínbar. Viðburðurinn hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30. Með viðburðinum leggjum við áherslu á að félagskonur tengist og njóti þess að vera saman yfir drykk og léttum veitingum, ásamt því munum við fá góða gesti.

Apéro er nýr veitingastaður á Laugavegi 20b með áherslu á frönsk vín. Apéro er stytting á aperitif, sem á sér djúpar rætur í franskri matar- og vínmenningu og fangar hugtakið samverustundir yfir víni og smáréttum. Við munum því eiga sannkallaða apéro stund saman á Apéro.

Marie-Odile eigandi Apéro veitir okkur innsýn í hvað leiddi til opnunar staðarins. Hún er lögfræðingur að mennt og starfaði sem lögmaður í yfir áratug bæði í París og London áður en hún flutti til Íslands ásamt eiginmanni sínum árið 2019. Marie er með MBA gráðu með áherslu á framkvæmdastjórn frá Háskólanum í Reykjavík.

Hjördís Hugrún Sigurðardóttir ráðgjafi hjá Accenture í Zürich í Sviss segir okkur frá áhugaverðri vegferð sinni við skrif bókarinnar Tækifærin sem hún gaf út ásamt móður sinni, Ólöfu Rún Skúladóttur árið 2014. Tækifærin inniheldur viðtöl við 50 íslenskar konur sem sinna áhuga­verðum störf­um á sviði verk­fræði, tækni og raun­vís­inda um all­an heim. Í bókinni deila konurnar einstökum ráðum og hvetjandi sögum úr atvinnulífinu. Hjördís Hugrún er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og stundaði meistaranám í rekstrarverkfræði við ETH Zürich.


Við hlökkum til að hitta ykkur og njóta huggulegrar jólastundar saman.

Skráning

Skráning er lokuð.