Viðburður fer fram: 04/05/2017
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: CenterHotel Plaza, Aðalstræti 4-6
Fimmtudaginn 4. maí nk. munu Ungar athafnakonur standa fyrir opnum viðburði með yfirskriftinni „Karllægar atvinnugreinar”. Fundurinn er haldinn á CenterHotels Plaza Aðalstræti 4-6, 101 Reykjavík og hefst kl. 20:00. Fundurinn er í sal á jarðhæð og þar er mjög gott aðgengi fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með gang sem og fyrir einstaklinga í hjólastól.
Tilgangur fundarins er að varpa ljósi á það hvers vegna sumar atvinnugreinar eru enn þann dag í dag jafn kynbundnar og raun ber vitni og hvort og þá hvað er hægt að gera til að breyta því. Eru líffræðilegar aðstæður að baki eða eru það staðalímyndir samfélagsins sem hafa helst áhrif? Mun það hafa einhver áhrif að jafna kynjahlutföllin í greininni?
Við höfum fengið til liðs við okkur flotta einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að starfa hjá fyrirtækjum í karllægum atvinnugreinum. Við ætlum að fá að skyggnast betur inn í störf þeirra og m.a. velta upp framangreindum spurningum, þau eru
- Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA
- Árni Sigurjónsson hdl., varaformaður Samtaka iðnaðarins og yfirlögfræðingur Marel
- Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofna og einn eigenda og framkvæmdastjo´ra Hvíta hússins
- Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi
Eitt af yfirlýstum markmiðum UAK er að fá karlmenn með í jafnréttisumræðuna og því hvetjum við ykkur til að taka með ykkur karlkyns félaga á fundinn. Skráning fer í þetta skiptið fram á facebook þar sem að um opinn viðburð er að ræða. Slóð: https://www.facebook.com/events/288517451570830/
Við hlökkum til að sjá þig á fundinum!