Konur í framboði – drifkraftur breytinga

In by Maria Kristin Guðjónsdóttir

Viðburður fer fram: 07/05/2024
Klukkan: 5:00 e.h. - 7:00 e.h.
Hvar: Tjarnarbíó, Tjarnargata 12


Í tilefni forsetakosninganna í ár og afmælisráðstefnu UAK þann 11. maí, UAK í 10 ár – drifkraftur breytinga,  ætla UAK að standa fyrir viðburðinum Konur í framboði – drifkraftur breytinga fyrir félagskonur og gesti þeirra. Viðburðurinn verður haldinn þriðjudaginn 7. maí í Tjarnarbíó með þeim konum sem eru að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.

Á viðburðinum er leitast við að skapa lifandi vettvang fyrir gesti til að kynnast frambjóðendum, spyrja spurninga og heyra áherslumál þeirra.

Félagskonum er velkomið að taka með sér tvo gesti á viðburðinn og hvetjum við öll til að taka með maka, foreldra, systkini, vinkonur eða vini. Við skráningu vinsamlegast takið fram heildarfjölda og full nöfn á gestum. 

Léttar veitingar verða í boði Ölgerðarinnar og Nomy að lokinni dagskrá.

Takið kvöldið frá!

Stjórn UAK

Skráning

Skráning er lokuð.