Konur í iðngreinum

In by Björgheiður Margrét Helgadóttir

Viðburður fer fram: 05/11/2019
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Veröld, hús Vigdísar, Brynjólfsgata 1


Þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi mun UAK standa fyrir viðburði undir yfirskriftinni Konur í iðngreinum. Viðburðurinn verður haldinn í Veröld, húsi Vigdísar og mun hefjast kl 20:00, en húsið mun opna kl. 19:30.

Tilgangur kvöldsins er að skyggnast inn í heim kvenna sem starfa í karllægu umhverfi og veita félagskonum tækifæri til að fræðast og heyra reynslusögur í formi örfyrirlestra.

Að meðaltali liggur um 38% af ákvörðunarvaldi íslenskra orkufyrirtækja hjá konum og hlutfall kvenna af heilsársstöðugildum stærstu orkufyrirtækjanna er einungis 21,7%.
Aðeins 30% nemenda á framhaldsskólastigi stunduðu starfsnám á Íslandi haustið 2018, í samanburði við 50% á hinum Norðurlöndunum! Þá jókst bilið á milli kynjanna á milli ára og var hlutfall stráka í starfsnámi mun hærra en stelpna.

Hvað getum við gert til að efla sýnileika þessara kvenna?
Hvernig getum við hvatt konur til að fara í þessar greinar?
Af hverju eru karllægar greinar að jafnaði hærra launaðar en kvenlægir?

Gestir

Harpa Pétursdóttir, lögfræðingur Orkustofnunar og stofnandi og formaður Kvenna í orkumálum
Ragna Árnadóttir, skrif­stofu­stjóri Alþing­is
Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, nemi í húsasmíði og vélstjórn
Kristín Birna B Fossdal, deildarstjóri rafmagns- og stjórnkerfa hjá ON

Opnað hefur verið fyrir skráningu hér að neðan og hvetjum við félagskonur til að skrá sig sem fyrst.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Skráning

Skráning er lokuð.