Konurnar sem hringdu bjöllunni: Kvöldstund með kvenforstjórum skráðra fyrirtækja

In by gudrunvaldis

Viðburður fer fram: 12/10/2022
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:30 e.h.
Hvar: Kex Hostel (Nýló salurinn), Skúlagata 28


Næsti viðburður UAK verður haldinn miðvikudaginn 12. október og ber yfirskriftina Konurnar sem hringdu bjöllunni: Kvöldstund með kvenforstjórum skráðra fyrirtækja.
Húsið opnar kl. 19:30 og viðburðurinn hefst kl. 20:00.

Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri Nova, gefa okkur innsýn í þeirra vegferð, ljónin á veginum og hvernig þær komust á þann stað sem þær eru í dag.

Birna hringdi bjöllunni í Kauphöllinni í júní 2021 og leið einungis ár þar til Margrét hringdi bjöllunni í júní á þessu ári, en það var í fyrsta skipti sem tvær konur höfðu gengt hlutverki forstjóra félaga á Aðalmarkaði íslensku Kauphallarinnar á sama tíma.
Nú í september var enn eitt glerþakið brotið og markaði tímamót þegar Ásta var ráðin forstjóri Festis en það er í fyrsta sinn sem þrjár konur sitja í forstjórastóli á sama tíma í Kauphöllinni. Kauphöllin var stofnuð árið 1985 og hafa einungis 6 konur gengt starfi forstjóra frá upphafi.

Þær Ásta, Birna og Margrét munu allar segja stuttlega frá reynslu sinni áður en þær taka þátt í panelumræðum þar sem félagskonur fá tækifæri til að spyrja þær spurninga og endar viðburðurinn á tengslamyndun.

Hlökkum til að sjá ykkur!


Ásta Sigríður Fjeldsted
Forstjóri Festi hf.
Ásta Fjeld­sted er for­stjóri Fest­i. Hún er vél­ar­verk­fræðing­ur að mennt með M.Sc. gráðu frá DTU tækni­há­skól­an­um í Dan­mörku. Áður en Ásta tók við sem forstjóri Festi gengdi hún starfi framkvæmdastjóra Krónunnar frá árinu 2020. Áður var hún framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands frá 2017. Ásta starfaði fram til þess hjá þremur alþjóðlegum fyrirtækjum í meira en áratug. Hún starfaði fyrir ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company frá árinu 2012, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaupmannahöfn, þar sem hún tók þátt í eða leiddi fjölda smærri og stærri greininga- og umbreytingaverkefni. Áður starfaði hún hjá IBM í Danmörku og stoðtækjaframleiðandanum Össuri hf., bæði í Frakklandi og á Íslandi.


Birna Einarsdóttir
Bankastjóri Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir hefur verið bankastjóri Íslandsbanka frá 2008 og var áður framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka og framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála. Á árunum 1998 til 2004 starfaði Birna sem vörustjóri hjá Royal Bank of Scotland.


Margrét Tryggvadóttir
Skemmtana- & forstjóri Nova
Margrét tók við á sem skemmtana- & forstjóra Nova 2018 en hún hefur verið starfsmaður frá stofnun félagsins og í ýmsum hlutverkum. Í upphafi stýrði hún markaðs- og vefmálum og m.a mótaði hún vörumerki og ásýnd félagsins, tók síðar við sem framkvæmdastjóri sölu & þjónustu og síðan aðstoðarforstjóri áður en hún settist í skemmtanastjórnarstóllinn.
Mar­grét hefur tæp­lega tutt­ugu ára reynslu í fjar­skipta­geir­anum en áður en hún kom að stofnun Nova starf­aði hún meðal ann­ars fyrir Tal og Voda­fo­ne.
Mar­grét er alþjóðamarkaðsfræðing­ur með B.Sc.-gráðu frá Tækni­há­skól­an­um (nú HR) og hefur lokið AMP námi frá IESE í Barcelona. Mar­grét hef­ur reynslu af stjórn­ar­setu í ýms­um fyr­ir­tækj­um og þá hef­ur hún gegnt trúnaðar­störf­um fyr­ir Fé­lag at­vinnu­rek­anda og Stjórn­vísi.

Skráning

Skráning er lokuð.