Leiðtoganámskeið – FULLT (aftur aftur)

In by snaefridurjons

Viðburður fer fram: 09/04/2019
Klukkan: 5:30 e.h. - 9:30 e.h.
Hvar: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1


Þriðjudaginn 9. apríl nk. hittast Ungar athafnakonur á leiðtoganámskeiði.

Við höfum fengið til liðs við okkur Eyþór Eðvarðsson sem er með M.A. í vinnusálfræði frá Free University í Amsterdam og er stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Eyþór hefur starfað við stjórnendaþjálfun og ráðgjöf síðan 1996 bæði hér og í Hollandi og hefur víðtæka reynslu.

Á námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og ábyrgð stjórnandans, stjórnunarstíla, hvatningu og starfsánægju. Þá verður einnig farið yfir stjórnandann sem fyrirmynd, frammistöðusamtöl og hvernig á að veita endurgjöf á frammistöðu. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja styrkja sig í starfi og taka þátt í uppbyggilegri umræðu um hlutverk stjórnenda.

Leiðtoganámskeiðið fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu M110 og boðið verður upp veitingar. Þar sem sætafjöldi er takmarkaður hvetjum við félagskonur til að skrá sig sem fyrst. Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Skráning

Skráning er lokuð.