Líkaminn, musteri sálarinnar – Kvenheilsa

In by Sóley Björg Jóhannsdóttir

Viðburður fer fram: 15/02/2024
Klukkan: 8:00 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Icepharma, Lynghálsi 13


Þann 15. febrúar stendur UAK fyrir viðburðinum „Líkaminn, musteri sálarinnar – Kvenheilsa“. Viðburðurinn fer fram í sal Icepharma að Lynghálsi 13. Húsið opnar kl. 19:30 og hefst viðburðurinn kl. 20:00.

Markmið viðburðarins er að stuðla að vitundarvakningu um kvenheilsu og hvernig konur og samfélagið í heild getur stuðlað að góðri kvenheilsu. Sérstaklega verður tekin fyrir umræða um ófrjósemi.

Dagskráin innheldur heildræna nálgun frá Ásdísi Rögnu Einarsdóttur á kvenheilsu og hormónajafnvægi og hvernig hreyfing og matarræði spilar stórt hlutverk í því samhengi. Einnig munum við skoða hvað atvinnulífið getur gert til þess að stuðla að góðri heilsu starfsfólks síns en Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Kara connect mun segja okkur frá starfsemi þeirra. Þriðji og seinasti dagskrárliðurinn mun taka á ófrjósemi með pallborði þar sem fulltrúar frá samtökunum Tilvera munu mæta, þær María Rut Baldursdóttir prestur og formaður Tilveru og Sigríður Steinunn Auðunsdóttir deildarstjóri á leikskóla og gjaldkeri Tilveru ásamt Aldísi Evu Friðriksdóttur sálfræðingur og einn af eigendum Sálfræðistofunnar Höfðabakka.

Að lokum verður opnað fyrir spurningar úr sal þar sem fyrirlesarar munu sitja fyrir svörum.

Dagskrá líkur um kl. 21:20 með tengslamyndun og veitingum í boði Icepharma. Húsið lokar kl 22:00.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 


Ásdís Ragnar Einarsdóttir

Grasalæknir og lýðheilsufræðingur

Ásdís Ragna er með BSc gráðu í grasalækningum frá University of East London og hefur rekið eigin viðtalsstofnu um árabil þar sem þúsundir einstaklinga hafa leitað til hennar í ráðgjöf í gegnum árin. Ásdís er meðlimur í fagfélagi grasalækna, National Institute of Medical Herbalists, Institute of Functional Medicine og Félagi lýðheilsufræðinga. Ásdís lauk nýverið meistaranámi í lýðheilsuvísindum MPH við Háskóla Íslands.

Ásdís leggur áherslu á að efla og hvetja einstaklinginn til jákvæðra lífsstílsbreytinga með því að stuðla að heilbrigðari lífsvenjum. Áhugasvið hennar liggur í heildrænni nálgun á heilsu og heilsueflingu

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Framkvæmdastjóri og stofnandi Köru Connect og Tröppu ehf.

Þorbjörg er með meistaragráðu í námssálfræði frá University og Washington í Seattle og úr sálfræði og uppeldisfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði fyrst eftir nám sem verkefnastjóri Auðar í krafti kvenna sem var frumkvöðlahraðall fyrir konur hjá Háskólanum í Reykjavík sem og við kennslu. Næst starfaði hún sem ráðgjafi menntamálaráðherra og var svo borgarfulltrúi í Reykjavík frá 2002-2014.

María Rut Baldursdóttir / Sigríður Steinunn Auðunsdóttir

Prestur og formaður Tilveru / Deildarstjóri á leikskóla og gjaldkeri Tilveru

María Rut og Sigríður eru báðar með persónulega reynslu af ófrjósemi og sitja í stjórn Tilveru.

Tilvera eru samtök um ófrjósemi sem stofnuð voru árið 1989 en helsta markmið félagsins er að vera málsvari þess fólks sem á við ófrjósemi að stríða út á við, gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og annars staðar þar sem þurfa þykir. Félagið stendur reglulega fyrir fræðslu um mál sem varða skjólstæðinga Tilveru á heimasíðu sinni og með öðrum leiðum eftir því sem kostur er.

Aldís Eva Friðriksdóttir

Sálfræðingur og einn af eigendum Sálfræðistofunnar Höfðabakka

Sálfræðingur og einn af eigendum Sálfræðistofunnar Höfðabakka. Sérhæfir sig í ófrjósemi og andlegri líðan og veitir stuðning þeim sem þurfa að takast á við það verkefni.

Skráning

Skráning er lokuð.