Marel býður í fyrirtækjaheimsókn

In by Elísabet Erlendsdóttir

Viðburður fer fram: 22/02/2018
Klukkan: 5:30 e.h. - 7:00 e.h.
Hvar: Marel á Íslandi, Austurhraun 9


Marel býður Ungum athafnakonum í fyrirtækjaheimsókn fimmtudaginn 22. febrúar kl 17.30 að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ. Marel býður félagskonum léttar veitingar og hefst dagskrá hefst kl 17:30, mætið endilega tímanlega.

Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki sem byggir á þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað. Vöruframboð fyrirtækisins spannar allt framleiðsluferlið, frá frumvinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir. Einnig samþætt heildarkerfi sem henta á öllum helstu sviðum matvælavinnslu ásamt lausnum sem eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavina. Marel hefur skilað matvælaiðnaðinum og samfélaginu auknum verðmætum en með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði. Þá leggur fyrirtækið að meðaltali allt að 6% af veltu í rannsóknar- og þróunarstarf á ári hverju.

Það má með sanni segja að Marel sé framsækið fyrirtæki og mun Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir ávarpa hópinn en hún er yfirmaður vöruþróunar hjá Marel. Guðbjörg hefur víðtæka reynslu, er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum en áður starfaði hún hjá Eyri Invest. Hjá fyrirtækinu ber hún ábyrgð á alþjóðlegri nýsköpunarstarfsemi og starfar þvert á mörg svið Marels ásamt því að vera náinn samstarfsmaður Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel.

Við hlökkum mikið til heimsóknarinnar! Skráning fer fram hér að neðan.

Skráning

Skráning er lokuð.