Meðvirkni á vinnustaðnum – streymi

In by Björgheiður Margrét Helgadóttir

Viðburður fer fram: 06/10/2020
Klukkan: 5:15 e.h. - 7:00 e.h.
Hvar: Íslandspóstur, Höfðabakka 9


ATH. í ljósi aðstæðna verður viðburðurinn haldinn á rafrænu formi!

Hlekkur á streymi verður sendur á allar félagskonur sem höfðu nú þegar skráð sig á viðburðinn, en enn er hægt að skrá sig: HÉR

 

Þriðjudaginn 6. október næstkomandi verður viðburðurinn Meðvirkni á vinnustaðnum haldinn í húsakynnum Íslandspóst, Höfðabakka 9. Viðburðurinn hefst kl 17:30, en húsið opnar 17:15. Skráning á viðburðinn, sem og nýskráning, fer fram hér á heimasíðunni.

Þessi viðburður er eingöngu opinn fyrir félagskonur UAK. 

Framundan er frábær viðburður sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara!
Sigríður Indriðadóttir, mannauðstjóri Íslandspósts, og Sandra Dögg Einarsdóttir, mannauðssérfræðingur, munu fræða okkur um meðvirkni og hvernig hún leynist víða á vinnustaðnum. Þátttakendur læra að uppræta meðvirka hegðun og fá í hendurnar tæki og tól til að takast á við meðvirkni á sínum vinnustað, sem og í daglegu lífi. Íslandspóstur býður upp á léttar veitingar. 

Öllum sóttvarnarreglum verður að sjálfsögðu fylgt, en fjöldatakmörkun verður á viðburðinum ásamt grímuskyldu. Þátttakendur eru hvattir til að mæta með grímur að heiman, en einnig verður hægt að næla sér í slíka á staðnum. 


Sigríður Indriðadóttir hefur verið framkvæmdarstjóri mannauðs hjá Póstinum í tvö og hálft ár. Hún er Mannauðsfræðingur (MSSc) frá háskólanum í Lundi, Svíþjóð, grunnskólakennari (BEd) frá KHÍ og Markþjálfi frá HR. Áður var hún mannauðsstjóri Mosfellsbæjar og Mannvits og þar áður grunnskólakennari á Akranesi.


Sandra Dögg Einarsdóttir starfar sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Íslandspósti. Hún er með BS-gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MS-gráðu í mannauðsstjórnun frá EAE Business School í Barcelona. Sandra hóf störf hjá Íslandspósti árið 2019 og hefur frá þeim tíma komið að fjölda verkefna á sviði mannauðsstjórnunar, s.s. stjórnendaþjálfun, ráðningum og mannauðsmælingum. Áður starfaði Sandra við mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur og ráðgjafafyrirtækinu Mannviti.

Skráning

Skráning er lokuð.