FRESTAÐ – Mótum framtíðina saman

In by Kristjana Björk Barðdal

Viðburður fer fram: 24/09/2020
Klukkan: 7:30 e.h. - 10:00 e.h.
Hvar: Hallveigarstaðir, Túngata 14


Viðburðinum hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Fimmtudagskvöldið 24. september stendur UAK fyrir viðburðinum Mótum framtíðina saman. Húsið opnar kl. 19:30, en viðburðurinn hefst kl. 20:00.

Tilgangur viðburðarins er að sýna fram á mikilvægi þess að ungar konur hafi áhrif á ákvarðanatöku og stefnumótun bæði innan fyrirtækja og félagasamtaka. Sömuleiðis viljum við kynna hugtakið stefnumótun þar sem það er mikilvægt tól fyrir allar athafnakonur. Til þess munum við fá hugvekju frá Höllu Hrund Logadóttur og ásamt því að heldur Guðrún Ragnarsdóttir fyrirlestur um stefnumótun. Í framhaldi af því verður vinnustofa sem hefur það markmið að móta stefnu UAK enn frekar og knýja fram breytingar í samfélaginu.

Halla Hrund er einn af stofnendum og stjórnandi hjá Arctic Initiative, miðstöð norðurslóða innan Harvard háskólans. Halla einnig stofnandi verkefnisins Project Girls for Girls sem er alþjóðalegt færni- og tengslaprógram fyrir ungar stelpur. Sjá nánar á LinkedIn.

Guðrún Ragnarsdóttir hefur víðtæka reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og stjórnun breytinga hjá mörgum af þekktustu fyrirtækjum landsins. Guðrún hefur starfað bæði sem stjórnandi og verkefnisstjóri í stærri og minni einingum. Sjá nánar á LinkedIn.

Viðburðurinn fer fram á Hallveigarstöðum en skylda er að skrá sig þar sem viðburðurinn er einungis opinn félagskonum. Takmörkuð pláss í boði.

Vekjum athygli á því að hægt er að afbóka sig hér fyrir neðan. Frestur til að afskrá sig er til kl. 12 á hádegi samdægurs. Ef þið þurfið að afskrá ykkur eftir þann tíma vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á uak@uak.is.

Ítarlegri upplýsingar um vinnustofuna koma von bráðar.

Skráning

Skráning er lokuð.